Málþing á Evrópskum tungumáladegi 2005
Til hagsmunaaðila
Í tilefni af Evrópskum tungumáladegi mánudaginn 26. september nk. gengst menntamálaráðuneytið fyrir málþingi undir yfirskriftinni Markmið tungumálakennslu. Meginefni málþingsins verður kynning á tillögum vinnuhóps í erlendum tungumálum vegna nýrra aðalnámskráa fyrir grunn- og framhaldsskóla. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu kl. 15:00-17:00. Meðfylgjandi er dagskrá málþingsins.
Í lok málþingsins veitir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Evrópumerkið (European Label) sem er viðurkenning framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og menntamálaráðuneytisins fyrir nýbreytniverkefni í tungumálakennslu.
Þátttakendum er boðið að þiggja léttar veitingar í boði menntamálaráðherra að málþingi loknu.
Málþingið er öllum opið þátttakendum að kostnaðarlausu. Vinsamlega látið upplýsingar berast til tungumálakennara og annarra í stofnun/félagasamtökum yðar sem tengjast málefninu.