Hoppa yfir valmynd
20. september 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skóflustunga vegna nýbyggingar Menntaskólans við Hamrahlíð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun ásamt borgarstjóra taka fyrstu skóflustunguna vegna nýbyggingar Menntaskólans við Hamrahlíð klukkan 11 þriðjudaginn 20. september.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra mun ásamt borgarstjóra taka fyrstu skóflustunguna vegna nýbyggingar Menntaskólans við Hamrahlíð klukkan 11 þriðjudaginn 20. september.

Með yfirlýsingu menntamálaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur haustið 2003 var mörkuð stefna um uppbyggingu framhaldsskólahúsnæðis í borginni. Í framhaldi af henni var skipaður starfshópur ríkis og borgar til að vinna að undirbúningi framkvæmdanna.

Á fundi hópsins í ágúst 2004 var ákveðið að efnt skyldi til lokaðrar samkeppni um hönnun íþrótta- og kennsluhúss fyrir Menntaskólann við Hamrahlíð. Verkfræði- og ráðgjafarstofa VSÓ var fengin til að undirbúa útboð og fylgja málinu eftir. Að undangengnu forvali tóku fjórir verktakar þátt í samkeppninni og að mati dómnefndar skiluðu allir mjög áhugaverðum tillögum. Það var þó samróma álit dómnefndarinnar að tillögur Eyktar ehf. og Hornsteina ehf. bæru þar nokkuð af. Síðar kom í ljós að Eykt ehf. hafði jafnframt boðið fram ódýrustu lausnina.

Húsið, sem um er að ræða, verður um 3.125 fm. að flatarmáli og í því verða meðal annars þrír íþróttasalir. Einn allstór en tveir minni, bókasafn með tilheyrandi vinnuaðstöðu, átta raungreinastofur og þrjár til fjórar almennar kennslustofur.

Miðað er við að húsið verði fullfrágengið og tilbúið til notkunar 1. nóvember að ári.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta