Hoppa yfir valmynd
21. september 2005 Matvælaráðuneytið

Friðun steinbíts á hrygninartíma á Látragrunni.

Friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni.

 

 

Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um friðun steinbíts á hrygningartíma á Látragrunni. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar veiðar bannaðar á svæði út af Látragrunni sem markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:

 

1.       65°03´00 N - 26°42´00 V

2.       65°10´00 N - 26°42´00 V

3.       65°10´00 N - 25°43´00 V

4.       65°03´00 N - 25°50´00 V

                                                    

 Bann þetta gildir frá og með 24. september 2005 til loka marsmánaðar 2006.

             

Reglugerð þessi er gefin að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar og í samráði við Landsamband íslenskra útvegsmanna. Nokkur breyting hefur orðið á staðsetningu friðunarsvæðisins frá fyrra ári og eins hefur gildistími lengst.

 

 

 

Sjávarútvegsráðuneytinu 20. september 2005.

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta