Hoppa yfir valmynd
22. september 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagsetningar samræmdra stúdentsprófa vorið 2006

Samræmd stúdentspróf í íslensku, ensku og stærðfræði verða haldin dagana 2.-4. maí 2006.

Samræmd stúdentspróf í íslensku, ensku og stærðfræði verða haldin dagana 2.-4. maí 2006, sbr. reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum nr. 196/2003 og lög um framhaldsskóla nr. 80/1996.

Samræmd stúdentspróf eru hluti af skilgreindum námslokum til stúdentsprófs og er nemendum skylt að þreyta próf í tveimur námsgreinum.

Prófdagar á vormisseri 2006 verða sem hér segir:

Íslenska þriðjudagur 2. maí kl. 9:00-12:00

Enska miðvikudagur 3. maí kl. 9:00-12:00

Stærðfræði fimmtudagur 4. maí kl. 9:00-12:00.

Í öllum prófunum er gert ráð fyrir viðbótartíma til kl. 12:45.

Ákvörðun um prófdaga samræmdra stúdentsprófa er tekin í samráði við Námsmatsstofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Við ákvörðun um prófdaga hafði Námsmatsstofnun einnig samráð við formann Félags íslenskra framhaldsskóla.

Fyrrnefnda reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra stúdentsprófa má nálgast á vef ráðuneytisins. Slóðin er menntamalaraduneyti.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta