Hoppa yfir valmynd
26. september 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála

Stjórn
Frá fyrsta fundi rannsóknarsetursins

Fyrsti fundur stjórnar Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst var haldinn 23. september sl. Setrið starfar á grundvelli samstarfssamnings á milli félagsmálaráðherra og Viðskiptaháskólans. Stjórnarformaður þess er Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, en auk hennar sitja í stjórn Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, og Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Hlutverk setursins er að vera miðstöð fræðilegra rannsókna hér á landi á sviði vinnuréttar og jafnréttislöggjafar. Setrinu er m.a. ætlað að taka þátt í innlendu og alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi og að vera óháður álitsgjafi. Þá mun það efla tengsl rannsókna og kennslu í vinnurétti og veita nemendum við Viðskiptaháskólann faglegan stuðning við eigin rannsóknir. Það mun standa fyrir útgáfu efnis og ráðstefnum og málstofum um innlendan og alþjóðlegan vinnurétt.

Aðsetur rannsóknarsetursins er í nýrri Rannsóknarmiðstöð á Bifröst. Forstöðumaður þess er Elín Blöndal, sem jafnframt er dósent við Viðskiptaháskólann. Elín hefur starfað sem lögfræðingur á nefndasviði Alþingis, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu og sem skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis. Hún hefur mikla reynslu á sviði stjórnsýslu- og vinnuréttar og hefur m.a. stýrt og tekið þátt í starfi fjölmargra opinberra nefnda á sviði vinnuréttar bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Þá hefur hún sinnt stundakennslu í stjórnsýslurétti, vinnurétti og alþjóðlegum mannréttindum við Háskóla Íslands og ritað fræðigreinar á því sviði. Elín lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1992 og meistaraprófi í þjóðarrétti frá háskólanum í Leiden, Hollandi, árið 1996.

Tenging frá vef ráðuneytisinsVinnuréttur og jafnréttismál



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta