Nýr sjávarútvegsráðherra tekur við
Á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag 27. september 2005 tók Einar Kristinn Guðfinnsson við embætti sjávarútvegsráðherra af Árna M. Mathiesen sem tók við embætti fjármálaráðherra. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í húsnæði sjávarútvegsráðuneytisins nú síðdegis sést fráfarandi sjávarútvegsráðherra afhenda hinum nýja lyklavöldin að ráðuneytinu.
Sjávarútvegsráðuneytið, 27. september 2005.