Hoppa yfir valmynd
30. september 2005 Forsætisráðuneytið

Sala á tilgreindum eignum og skuldum Lánasjóðs landbúnaðarins

Í dag hefur landbúnaðarráðherra, að höfðu samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að taka tilboði Landsbanka Íslands hf. í tilgreindar eignir og skuldir Lánasjóðs landbúnaðarins. Tilboðið nam 2,653 ma.kr., sem er jafnframt hæsta tilboð sem barst.

Alls bárust þrjú tilboð í hið selda. Tilboð Kaupþings banka hf. nam 2,624 ma.kr. og tilboð Íslandsbanka hf. nam 2,301 ma.kr.

Drög að kaupsamningi voru unnin jafnhliða í söluferlinu og er ekki gert ráð fyrir frekari samningaviðræðum. Miðað er við að undirritun kaupsamnings fari fram í næstu viku, og að greiðsla eigi sér stað við afhendingu á hinu selda, að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.

 

Reykjavík, 30. september 2005
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta