Stofnun stjórnmálasambands við Kíribatí
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Anote Tong, forseti og forsætisráðherra Kíribatí, undirrituðu fimmtudaginn 15. september í New York, yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna. Kíribatí er eyríki í Kyrrahafi og er fyrrum bresk nýlenda sem hlaut sjálfstæði árið 1979. Kíribatí byggir 92 þúsund manna þjóð.
Myndtexti:
Forsætisráðherrarnir undirrita yfirlýsinguna. Hjá þeim eru Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands og Taam Biribo fastafulltrúi Kíribatí.