Morgunverðarfundur um stofnanasamninga og hlutdeild stofnana í nýjum kjarasamningum 6. október 2005
Starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins og Félag forstöðumanna ríkisstofnana efndu til morgunverðarfundar um stofnanasamninga og hlutdeild stofnana í nýjum kjarasamningum fjármálaráðherra við BHM og BSRB.
Fundurinn var haldinn fimmtudaginn 6. október 2005 á Grand hotel Reykjavík.
Á fundinum ræddu Gunnar Björnsson, Ásta Lára Leósdóttir og Guðmundur H. Guðmundsson þetta málefni. Þau fóru meðal annars yfir hvernig skipulegri kynningu og fræðslu sé best háttað fyrir stofnanir og þá starfsmenn þeirra sem fjalla munu um þau málefni af þeirra hálfu.
Hér fylgja glærusýningar frá fundinum.
- Samhengi markmiðskafla og annarra hluta kjarasamnings (PPT 604 KB) Gunnar Björnsson
- Nýir stofnanasamningar, röðun starfa (PPT 656 KB) Ásta Lára Leósdóttir
- „Nýrra“ launakerfi - maí 2006 - Fjárlög og launabætur v/kjarasamninga o.fl. (PPT 624 KB) Guðmundur H. Guðmundsson