Hoppa yfir valmynd
3. október 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðalnámskrá tónlistarskóla - Tónfræðagreinar

Til tónlistarskóla

Meðfylgjandi er nýtt hefti af aðalnámskrá tónlistarskóla, þ.e. tónfræðagreinar, sem menntamálaráðuneytið hefur gefið út. Þetta er níunda ritið af aðalnámskrá tónlistarskóla. Skólastjórar eru beðnir um að koma eintökum af námskránni til viðkomandi kennara.

Eftir útsendingu er unnt að afla fleiri eintaka hjá Bókaverslun Máls og menningar og Tónastöðinni, en aðalnámskrá tónlistarskóla er til sölu á þessum stöðum.

Auk prentaðrar útgáfu er námskráin einnig birt á heimasíðu menntamálaráðuneytis undir hnappi námskrár, vefslóð: menntamalaraduneyti.is

Með útgáfu aðalnámskrár tónlistarskóla í tónfræðagreinum er nánast lokið heildarútgáfu á aðalnámskrám fyrir tónlistarskóla skv. auglýsingu um gildistöku aðalnámskrár tónlistarskóla frá árinu 2000. Einungis er eftir að gefa út aðalnámskrá í rytmískri tónlist, en unnið er að undirbúningi námskrárgerðar á því sviði.

Stefnt er að því að sýnishorn af áfangaprófum í tónfræðagreinum verði aðgengileg á heimasíðu prófanefndar tónlistarskóla, www.profanefnd.is, og einnig er stefnt að því að þar verði aðgengilegur listi yfir námsgögn í tónfræðagreinum.

Fyrirspurnum um námskrármál má beina til námskrárdeildar menntamálaráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum