Hoppa yfir valmynd
4. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

600 fylgdust með ráðherraspjalli í gær

Ráðherraspjall
Ráðherraspjall

Um sexhundruð einstaklingar sóttu heim vef félagsmálaráðuneytins í gær til að fylgjast með ráðherraspjallinu, rauntímaspjalli Árna Magnússonar félagsmálaráðherra um kosningar vegna átaks til sameiningar sveitarfélaga sem fram fara laugardaginn 8. október.

Sextán þessara 600 einstaklinga skráðu sig inn til þátttöku í spjallinu en átta sendu inn alls þrettán spurningar sem ráðherra svaraði á þeirri klukkustund sem ráðherraspjallið stóð yfir.

Hægt er að lesa það sem fram kom á rauntímaspjalli félagsmálaráðherra:

Áfram er hægt að ræða tillögurnar á samskiptatorgi ráðuneytisins. Umræðutorgið er öllum opið, ekki er krafist sérstakrar innskráningar, torgið verður opið á vef ráðuneytisins til 1. nóvember 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum