Kosningaréttur erlendra ríkisborgara í atkvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfélaga 2005
Leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara í tengslum við atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga.
Kosningaréttur erlendra ríkisborgara í atkvæðagreiðslum um sameiningu sveitarfélaga þann 8. október næstkomandi.
Þann 8. október næstkomandi munu fara fram atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga víðsvegar um landið (sjá meðfylgjandi lista yfir sveitarfélög). Í þeim atkvæðagreiðslum gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna.
Allir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili á Íslandi í fimm ár samfleytt fyrir kjördag, þ.e. frá 8. október 2000, og eru orðnir 18 ára að aldri, öðlast nú þennan rétt. Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar hafa samkvæmt gildandi lögum öðlast kosningarrétt hér á landi eftir að hafa átt lögheimili á Íslandi í þrjú ár samfleytt fyrir kjördag.
Þarf ég að óska eftir því að verða skráður kjósandi?
Nei, allir sem eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag og uppfylla skilyrði kosningalaga til að mega kjósa eru settir á kjörskrá, sem byggist á upplýsingum frá þjóðskrá Hagstofu Íslands. Það þarf því ekki að skrá sig sérstaklega sem kjósandi, eins og þarf víða erlendis. Þeir sem hafa flutt heimili sitt á milli sveitarfélaga þurftu þó að tilkynna flutning lögheimilis til Hagstofunnar í síðasta lagi þann 17. september 2005. Ef lögheimili er rétt skráð og kjósandi uppfyllir skilyrði um aldur og búsetutíma á Íslandi má almennt gera ráð fyrir að hann sé skráður á kjörskrá. Þeir sem eru í vafa ættu þó að afla upplýsinga um það hvort þeir eru skráðir á kjörskrá. Kjörskrá skal liggja frammi fyrir almenning í a.m.k. 10 daga fyrir kjördag. Algengast er að kjörskrár liggi frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og veita starfsmenn þar nánari upplýsingar.
Voting rights of foreign nationals in referendums on merging of local authorities 2005.
Referendum on merging of local authorities will take place in many municipalities on the 8th of October 2005 (see enclosed list of municipalities). In the referendum the same election laws apply as in general municipal elections.
All foreign nationals who have had five years of continuous (uninterrupted) legal residence (domicile) in Iceland counting from the date of the forthcoming election, i.e. from 8th of October 2000, and are at least 18 years old, are granted the right to vote.
Danish, Finnish, Norwegian and Swedish citizens in accordance with acting laws are granted the right to vote in Iceland after at least three years of continuous legal residence in the country – counting from the date of the forthcoming referendum.
Do I need to apply to be enrolled (registered) as a voter?
No. All individuals who have had a legal address in respective municipalities for at least three weeks prior to the referendum and fulfil the requirements of the electoral law are on the electoral roll - based on the information provided by the Statistical Bureau of Iceland (Hagstofa). Therefore you do not need to apply specially to be registered as a voter, as is often practiced overseas. Those individuals, however, who have moved their residence from one municipality to another, must make sure to notify the Statistical Bureau of Iceland of the change of address no later than on the 17th of September 2005 by filing the forms available at the Statistical Bureau (Hagstofa).
If the legal address is properly registered, and the voter fulfils all the requirements set forth with regard to age and length of residence in Iceland, one can generally expect to be registered as a voter. Those in doubt should, however, enquire whether their names are on the electorate roll. The electorate roll should be made available to the public for at least 10 days before the referendum. Usually, the electorate roll is available at the offices of municipal authorities, where the staff can provide further information.
Grundarfjarðarbær Helgafellssveit Stykkishólmsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Snæfellsbær
Dalasýsla og Saurbæjarhreppur Dalabyggð Reykhólahreppur
Vestur- Barðastrandarsýsla Tálknafjarðarhreppur Vesturbyggð
Strandasýsla Árneshreppur Kaldrananeshreppur Broddaneshreppur Hólmavíkurhreppur
Strandasýsla og Bæjarhreppur Húnaþing vestra
Austur- Húnavatnssýsla Áshreppur Blönduósbær Höfðahreppur Skagabyggð |
Akrahreppur Sveitarfélagið Skagafjörður
Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður Siglufjarðarkaupstaður Akureyrarkaupstaður Ólafsfjarðarbær Dalvíkurbyggð Arnarneshreppur Eyjafjarðarsveit Hörgárbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur
Suður- Þingeyjarsýsla Aðaldælahreppur Tjörneshreppur Kelduneshreppur Skútustaðahreppur Húsavíkurbær Öxarfjarðarhreppur Raufarhafnarhreppur
Norður- Þingeyjarsýsla Svalbarðshreppur Þórshafnarhreppur
Norður-Múlasýsla Skeggjastaðahreppur Vopnafjarðarhreppur
|
Fjarðabyggð Mjóafjarðarhreppur Fáskrúðsfjarðarhreppur Austurbyggð
Árnessýsla- Ölfus og Flói Sveitarfélagið Árborg Hveragerðisbær Sveitarfélagið Ölfus Gaulverjabæjarhreppur Hraungerðishreppur Villingaholtshreppur
Árnessýsla- uppsveitir Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Suðurnes Reykjanesbær Sandgerðisbær Garður
Reykjanes Hafnarfjarðarkaupstaður Vatnsleysustrandarhreppur |