Hoppa yfir valmynd
5. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sameiningarkosningar á laugardag - um 70 þúsund manns á kjörskrá

Sameiningarkosningar 2005
Sameiningarkosningar 2005

Næstkomandi laugardag, 8. október, fara fram atkvæðagreiðslur um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi. Tillögurnar varða um 96 þúsund manns vítt og breitt um landið, en á kjörskrá eru 69.144. Fæstir eru á kjörskrá í Mjóafjarðarhreppi eða 32, en flestir í Hafnarfirði eða 15.570.

Kjörstaðir í sveitarfélögunum verða 80 og nálgast má upplýsingar um kjörstaði á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins, en nánari upplýsingar um opnunartíma kjörstaða má finna hjá viðkomandi sveitarstjórn.

Upplýsingar um sameiningartillögurnar og umræður um þær má einnig nálgast á vef félagsmálaráðuneytisins.

Finna má frekari upplýsingar á eftirfarandi vefslóðum:

Ensk útgáfa (english)Voting rights of foreign nationals in referendums on merging of local authorities

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta