Hoppa yfir valmynd
6. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga

Úrslit verða birt á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins eftir lokun kjörstaða á laugardag

Félagsmálaráðuneytið verður með sérstaka þjónustuvakt í tengslum við atkvæðagreiðslur um sameiningu sveitarfélaga laugardaginn 8. október næstkomandi. Þjónustuvaktinni er ætlað að aðstoða kjörstjórnir og veita almenningi upplýsingar um atkvæðagreiðslurnar.

Vefsíða ráðuneytisins verður nýtt til að koma upplýsingum á framfæri og tilkynna úrslit atkvæðagreiðslna þegar tölur berast. Nú þegar má nálgast á vefsíðunni ýmsar gagnlegar upplýsingar um sameiningu sveitarfélaga, svo sem tillögur sameiningarnefndar, umræðu um tillögurnar og samskipti félagsmálaráðherra við netverja frá ráðherraspjallinu síðastliðinn mánudag. Á vefnum er enn fremur sérstök upplýsingasíða fyrir samstarfsnefndir um sameiningu sveitarfélaga, algengar spurningar og svör og tenglar á aðrar vefsíður þar sem fjallað er um sameiningu sveitarfélaga.

Hægt verður að komast í samband við ráðuneytið með því að hringja í síma, senda tölvupóst eða nota bréfasíma auk þess sem ráðuneytið hefur opnað svokallað netspjall þar sem netverjar geta komist í beint samband við þjónustuvaktina frá vef félagsmálaráðuneytisins.

Félagsmálaráðuneytið verður með þjónustuvakt frá kl. 12 á hádegi á kosningadaginn

Á vakt verða:

Almenn númer:

Hagstofan verður með einnig þjónustuvakt í Þjóðskrá á laugardaginn frá kl. 12 á hádegi á kosningadaginn

Á vakt verða:

Almenn númer:

  • Símanúmer: 569 2900
  • Bréfasími : 569 2949

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum