Hoppa yfir valmynd
7. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Um úrslit atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga

Sameining sveitarfélaga
Sameining sveitarfélaga

Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi sker úr um hvort það sameinast.

Um framkvæmd atkvæðagreiðslu um sameiningu sveitarfélaga, kosningarrétt og gerð kjörskrár gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum, eftir því sem við á.

Yfirkjörstjórn í hverju sveitarfélagi annast framkvæmd atkvæðagreiðslu og talningu atkvæða en samstarfsnefnd hefur eftirlit með talningu og tilkynnir úrslit atkvæðagreiðslu.

Um úrslit í sameiningarkosningum segir í sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 að sveitarfélag verði eigi sameinað öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögu sameiningarnefndar nema fleiri íbúar þess lýsi sig fylgjandi tillögunni í atkvæðagreiðslu en andvíga. Það er að segja aðeins þeir sem mæta á kjörstað og taka afstöðu til viðkomandi sameiningartillögu hafa áhrif á úrslitin.

Sameining sveitarfélaga telst samþykkt ef sameiningartillaga hlýtur samþykki íbúa í öllum sveitarfélögum sem tillagan varðar. Ef tillaga sameiningarnefndar hlýtur ekki samþykki íbúa í öllum hlutaðeigandi sveitarfélögum, en meiri hluti þeirra sem afstöðu taka í atkvæðagreiðslu lýsir sig þó fylgjandi sameiningu, skal greiða atkvæði að nýju innan sex vikna í sveitarfélögum þar sem tillaga var felld, þ.e. eigi síðar en 15. nóvember 2005. Samstarfsnefndir á hverju svæði ákveða dagsetningu hennar. Skilyrði er að tillagan hafi verið samþykkt í a.m.k. tveimur sveitarfélögum. Skal þá sama kjörskrá gilda og við fyrri atkvæðagreiðslu.

Að lokinni seinni atkvæðagreiðslu er sveitarstjórnum sveitarfélaga þar sem sameiningartillaga var samþykkt heimilt að ákveða sameiningu þeirra sveitarfélaga. Þetta verður þó ekki gert nema tillaga hafi verið samþykkt í a.m.k. 2/3 sveitarfélaganna og í þeim sveitarfélögum búi a.m.k. 2/3 íbúa á svæðinu.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum