Árnessýsla- uppsveitir
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu hefur tilkynnt úrslit atkvæðagreiðslu um sameiningu Grímsness-og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Alls sögðu 410 kjósendur á öllu svæðinu já, en 540 sögðu nei.
Þar sem fleiri sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunni höfnuðu tillögunni en samþykktu er niðurstaðan endanleg, þó svo tvö sveitarfélög hafi samþykkt.
Fyrirvari: Niðurstöður atkvæðagreiðslna eru byggðar á upplýsingum frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á viðkomandi svæði.