Dalasýsla og Austur- Barðastrandarsýsla
Íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps samþykktu sameiningu, en íbúar Reykhólahrepps felldu. Íbúar Reykhólahrepps fá því tækifæri til að kjósa aftur um sömu tillögu innan 6 vikna.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Dalasýslu og Austur- Barðastrandarsýslu hefur tilkynnt úrslit atkvæðagreiðslu um sameiningu Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps.
Þar sem sameining var felld í Reykhólahreppi, en a.m.k. tvö sveitarfélög samþykktu og meiri hluti þeirra sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunni lýsti sig fylgjandi sameiningartillögunni, fá íbúar Reykhólahrepps tækifæri til að greiða aftur atkvæði um sömu tillögu innan sex vikna, þ.e. eigi síðar en 15. nóvember. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna ákveður dagsetningu hennar. Sama kjörskrá gildir og við atkvæðagreiðsluna sem fram fór í dag.
Fyrirvari: Niðurstöður atkvæðagreiðslna eru byggðar á upplýsingum frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á viðkomandi svæði.