Hoppa yfir valmynd
8. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjögur sveitarfélög á Austfjörðum sameinast

Austfirðir
Austfirðir

Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga á miðsvæði Austfjarða hefur tilkynnt úrslit atkvæðagreiðslu um sameiningu Mjóafjarðarhrepps, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps.

Þar sem meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í öllum sveitarfélögunum sem tillagan varðar samþykktu tillöguna, telst tillagan samþykkt. Kosið verður til sveitarstjórnar hins nýja sveitarfélags í almennum sveitarstjórnarkosningum 27. maí 2006 og mun sameiningin taka gildi hinn 9. júní 2006 að loknum sveitarstjórnarkosningum.

Austfirðir

Fyrirvari: Niðurstöður atkvæðagreiðslna eru byggðar á upplýsingum frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna á viðkomandi svæði.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum