Hoppa yfir valmynd
12. október 2005 Innviðaráðuneytið

Samið hefur verið um rekstur Herjólfs

Vegagerðin og Eimskip undirrituðu í gær samkomulag um rekstur Herjólfs til ársins 2011.

Rekstur ferju milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar var boðinn út á Evrópska efnahagssvæðinu og þótti tilboð Eimskipa bæði uppfylla kröfur Vegagerðarinnar og vera hagstæðast. Rekstur Herjólfs verður því í höndum Eimskipa frá næstu áramótum.

Herjólfur hefur flutt 80-120 þúsund farþega á ári auk 20-30 þúsund bifreiða. Þá má geta þess að í síðasta mánuði beindi Sturla Böðvarsson þeim tilmælum til Vegagerðarinnar að samið yrði um 14 ferðir á viku, eða tvær ferðir á dag. Frá og með næstu áramótum hefur því náðst sá árangur að ferðum Herjólfs hefur fjölgað úr 419 árið 1999 í 720 ferðir árið 2006, sem er 72% fjölgun ferða á því tímabili.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta