Hoppa yfir valmynd
14. október 2005 Dómsmálaráðuneytið

Sýslumaðurinn á Seyðisfirði tekur tímabundið við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík

Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006.

Fréttatilkynning
32/2005

Lárus Bjarnason sýslumaður á Seyðisfirði hefur óskað eftir því með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá 15. október 2005 til 1. maí 2006. Fallist hefur verið á ósk sýslumannsins og honum veitt leyfi frá störfum. Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður á Ólafsfirði, hefur verið sett í embætti sýslumanns á Seyðisfirði meðan á leyfi skipaðs sýslumanns stendur. Þá hefur Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, verið settur til að gegna embætti sýslumanns á Ólafsfirði til sama tíma.

 

Reykjavík 14. október 2005



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta