Frumvarp til fjárlaga 2006 - Forsendur fjárveitinga til kennslu í háskólum
Verðflokkar náms eru á bilinu frá 419 þús.kr. til 2.235 þús.kr. á ársnemanda áður en tilteknir liðir eru dregnir frá, m.a. hluti af tekjum skólanna af skrásetningargjöldum nemenda1 og reiknuð fjárbinding í húsnæði í eigu ríkisins. Þessir frádráttarliðir og framsetning þeirra í frumvarpinu, gera það að verkum að ekki er hægt að bera saman útgjöld til skólanna þótt þeir fái framlög samkvæmt sömu reglum. Áætlaðar tekjur ríkisháskólanna af innritunargjöldum eru færðar í frumvarpinu sem hluti af fjárveitingu ríkisins, merktar sem ríkistekjur, á meðan tekjur einkaskólanna af skólagjöldum koma hvergi fram.
Verðflokkar, án frádráttarliða | Reikni-flokkur | Verð í þús.kr. | Verð- hlutfall |
---|---|---|---|
Nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfærði, lögfræði og annað sambærilegt | Fl. 1 |
419 |
1,0 |
Styttra nám á sviði tölvufræða, stærðfræði og annað sambærilegt | Fl. 2 |
664 |
1,6 |
Hjúkrunarnám og hliðstætt nám sem m.a. felst í þjálfun við meðhöndlun sjúklinga | Fl. 3 |
752 |
1,8 |
Kennaranám og annað hliðstætt nám sem m.a. felst í æfingakennslu | Fl. 4 |
714 |
1,7 |
Nám í raunvísindum, verk-, raun- og tæknifræði, m.a. verkl. æfingar og notkun sérhæfðs búnaðar | Fl. 5 |
955 |
2,3 |
Læknisnám sem felst m.a. í verklegum æfingum, notkun sérhæfðs búnaðar og þjálfun | Fl. 6 |
1.340 |
3,2 |
Nám í tannlækningum | Fl. 7 |
2.235 |
5,3 |
Verðflokkar listnáms á háskólastigi liggja ekki fyrir með sama hætti og vegna annars náms. Áætlað er að framlög á ársnemanda í Listaháskólanum séu á bilinu 714 þús.kr. til 2.766 þús.kr. og eru framlög til þróunarstarfs innifalin.
Í frumvarpinu er framlag til kennslu miðað við 11.095 ársnemendur í háskólum. Þetta er fjölgun um 451 ársnemanda frá fjárlögum 2005, eða 4,3%, sé tekið tillit til þess að framlög á óskiptum lið var á árinu 2005 ráðstafað í rannsóknir og önnur verkefni háskólanna.
Ársnemendur | HÍ | KHÍ | HA | VHB | HR | LHÍ | Áætlað 2006 | Áætlað 2005 |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Félags- og mannvísindi |
3.530 |
0 |
400 |
400 |
900 |
0 |
5.230 |
5.043 |
Tölvufræði og stærðfræði |
170 |
0 |
45 |
0 |
260 |
0 |
475 |
515 |
Hjúkrunarfræði |
400 |
0 |
240 |
0 |
0 |
0 |
640 |
635 |
Kennaranám |
100 |
1.500 |
400 |
0 |
90 |
30 |
2.120 |
2.010 |
Verk-, tækni-, efnafræði, arkitektúr |
1.090 |
0 |
100 |
0 |
505 |
51 |
1.746 |
1.561 |
Læknisfræði |
330 |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
330 |
330 |
Tannlækningar |
45 |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
45 |
45 |
Listnám |
0 |
0 |
0 |
0 |
0 |
284 |
284 |
278 |
Framhaldsskólastig |
0 |
0 |
0 |
40 |
185 |
0 |
225 |
222 |
Samtals 2006 |
5.665 |
1.500 |
1.185 |
440 |
1.940 |
365 |
11.095 |
10.639 |
Áætlað 2005 |
5.450 |
1.450 |
1.090 |
400 |
1.905 |
344 |
||
Meðal verðhlutfall* |
1,5 |
1,7 |
1,5 |
1,0 |
1,3 |
3,4 |
*Meðal verðhlutfall er reiknað án tillits til frádráttar skv. reglum nr. 646/1999
Í samningum við skólana er kveðið á um það hvernig brugðist skuli við ef nemendafjöldi reynist annar en fjárlögin gera ráð fyrir.
1Í fjáraukalögum 2005 var samþykkt að ríkisháskólarnir mættu innheimta allt að 45 þús.kr í formi innritunargjalda. Frádráttur sem skilgreindur er í reglum nr. 646/1999 um fjármögnun háskóla er þó óbreyttur þ.e. áfram er miðað við 87% af 32.500 kr. á hvern ársnemanda.