Hoppa yfir valmynd
19. október 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrirlestur um Lifandi bókasafn og opið bókasafn

Fyrirlestur um „Lifandi bókasafn

" verður haldinn n.k. föstudag í fundarsal Grand Hótels, Hvammi, kl. 15.00-16.30, þar sem einn af höfundum verkefnisins, Ronni Abergel, mun kynna verkefnið og framkvæmd þess.

Fyrirlestur um „Lifandi bókasafn" verður haldinn n.k. föstudag í fundarsal Grand Hótels, Hvammi, kl. 15.00-16.30, þar sem einn af höfundum verkefnisins, Ronni Abergel, mun kynna verkefnið og framkvæmd þess. Almenningi gefst síðan tækifæri á að fá lánaður bækur á „Lifandi bókasafni" á Norrænum dögum í Smáralind laugardaginn 22. október frá kl. 13.00-16.00.

Lifandi bókasafn var upprunalega þróað af dönsku samtökunum „Stöðvum ofbeldið" og var hluti af dagskrá Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku árið 2000. Vel tókst til og í kjölfar hátíðarinnar hefur verkefnið farið víða um Norðurlöndin og verið reynt m.a. í Ungverjalandi. Árið 2003 varð Lifandi bókasafn hluti af verkefni Evrópuráðsins „Youth Promoting Human Rights and Social Cohesion" og nú er verkefnið komið til Íslands.

Ástæðan fyrir vinsældum verkefnisins er ekki síst einfaldleiki þess. Einstaklingar fá tækifæri til þess að mæta sínum eigin fordómum á öðrum forsendum en ella. Lifandi bókasafn starfar eins og venjulegt bókasafn. Lesendur koma og fá „lánaðar bækur" í takmarkaðan tíma og að lestri loknum er bókunum skilað. Það er aðeins einn munur á, bækurnar eru fólk, þá oft fulltrúar hópa sem oft mæta fordómum og geta verið fórnarlömb misréttis og félagslegrar útilokunar. Lifandi bókasafn skapar því vettvang fyrir samskipti sem líklega eiga sér ekki stað að öðru jöfnu og hafa það að leiðarljósi að brjóta niður fordóma og eyða fáfræði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum