Hoppa yfir valmynd
20. október 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nefnd til að fara yfir skattkerfið

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 18/2005

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra skýrði frá því á ráðstefnu viðskiptaráðsins sem bar yfirskriftina 15% landið - flatir skattar á Íslandi, að hann myndi skipa nefnd sem hefði það hlutverk, að fara yfir skattkerfið á Íslandi til að varpa ljósi á hvaða þættir það eru sem gera Ísland samkeppnisfært og skilvirkt.

Nefndin mun jafnframt hafa það hlutverk að skoða hvað er að gerast í þessum efnum í löndunum í kringum okkur. Ekki bara þeim löndum sem við helst berum okkur saman við, heldur líka í þeim löndum sem ekki eru föst í viðjum skattahugsana vestrænna ríkja.

Útgangspunktur í starfi nefndarinnar verður tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja en aðrir þættir skattkerfisins verði skoðaðir líka því ekki er hægt að gera þetta svo vel sé án þess að sjá heildarmyndina.

Formaður nefndarinnar verður Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur, jafnframt verða skipaðir sérfræðingar á sviði skattamála auk þess sem aðilar vinnumarkaðarins og viðskiptalífsins fá tækifæri til þess að tilnefna fulltrúa.

Sjá má ræðu fjármálaráðherra í heild sinni hér á vefnum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum