Hoppa yfir valmynd
20. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sveitarstjórnarkosningar í Austur-Húnavatnssýslu 10. desember 2005

Hinn 10. desember nk. verða sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps, Sveinsstaðahrepps, Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 17. október sl.

Íbúar sveitarfélaganna fjögurra samþykktu sameiningu þeirra í atkvæðagreiðslu þann 20. nóvember 2004.

Um atkvæðagreiðsluna, kjörskrá og framboðsfrest gilda ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi stimplar eða ritar á kjörseðil bókstaf þess framboðslista er hann hyggst greiða atkvæði eða nöfn allt að sjö aðal- og varamanna ef kosningin er óbundin.

Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum, fastanefndum og ræðismönnum Íslands erlendis.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum