Hoppa yfir valmynd
24. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

2005 er merkilegt ár í sögu jafnréttismála

Árið 2005 er merkilegt ár í sögu jafnréttismála bæði alþjóðlega og á Íslandi. Eftirfarandi áfanga úr sögu jafnréttisbaráttunnar er minnst á þessu ári:

- 90 ár frá því að konur öðluðust kosningarétt til Alþingis, 19. júní 1915

- 85 ár frá því að konur öðluðust fullan kosningarétt

- 70 ár frá því að Auður Auðuns lauk embættisprófi í lögfræði

- 35 ár frá því að Auður Auðuns var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrst kvennatil að gegna embætti ráðherra

- 30 ár frá alþjóðlegu kvennaári Sameinuðu þjóðanna, 1975 24. október það ár var kvennafrídagurinn haldinn hátíðlegur á Íslandi með eftirminnilegum hætti. Hann var endurtekinn árið 1985, fyrir 20 árum.

- 25 ár frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heimi til þess að verða valin þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosningum, 29. júní 1980.

- 20 ár frá lokum alþjóðlegs kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna, 1975-1985

- 10 ár frá alþjóðlegu kvennaráðstefnunni sem haldin var á vegum Sameinuðu þjóðannaí Peking og 5 ár frá því að Peking+5 var haldin á vegum Sameinuðu Þjóðanna í New York.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum