Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra stýrir í dag fundi forsætisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Fundurinn hefst kl.16:00 í Þjóðmenningarhúsinu og er fjölmiðlum boðið að taka myndir við upphaf fundar, en fréttamannafundur ráðherra hefst kl.17:20.
Á fundinum ræða ráðherrarnir EES-samstarfið og þróun mála í Evrópusambandinu, samskiptin við Rússland og Úkraínu, samstarf við Eystrasaltið og umbætur á starfsemi Sameinuðu þjóðanna í kjölfar leiðtogafundarins í september sl.
Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða viðræður við Andrus Ansip forsætisráðherra Eistlands og Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs.
Í fyrramálið hittast forsætisráðherra Norðurlanda og er fréttamannafundur að loknum fundi þeirra kl. 9:30 í Þjóðmenningarhúsinu.
Í Reykjavík, 24. október 2005