Hoppa yfir valmynd
24. október 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnréttissjóður stofnaður í tilefni kvennafrídagsins

Til þess að undirstrika samstöðu með konum um land allt á afmæli kvennafrídagsins ákvað ríkisstjórnin síðastliðinn föstudag að veita 10 milljónum króna til þess að stofna sérstakan rannsóknarsjóð, Jafnréttissjóð, sem ætlað er að veita fé til rannsókna á grundvelli umsókna á kvennafrídegi ár hvert, þann 24. október, og í fyrsta sinn þann 24. október árið 2006. Markmiðið er að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar kynjarannsóknir en sérfræðingar telja að kynjarannsóknir geti verið lykill að bættri stöðu kvenna og breyttri karlamenningu og þ. a. l. framgangi jafnréttis.

Ætlunin er að fyrst um sinn verði sérstök áhersla lögð á að veita annars vegar fé til rannsókna á stöðu kvenna á vinnumarkaði bæði að því er varðar launakjör og áhrif og hins vegar til rannsókna á áhrifum gildandi löggjafar hér á landi s.s. lögum um sjálfstæðan rétt feðra til fæðingarorlofs. Jafnréttissjóðurinn vistaður í forsætisráðuneyti á grundvelli reglna sem settar verði og samþykktar af ríkisstjórninni



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum