Hoppa yfir valmynd
24. október 2005 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Kvennafrídagur 24. október 2005

Umhverfisráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir óskar konum til hamingju með kvennafrídaginn og hvetur konur í umhverfisráðuneytinu og stofnunum til þess að sýna samstöðu og ganga út kl. 14:08 í dag og taka þátt í viðburðum dagsins.

Kynbundin launamunur er óviðunandi og ber vott um úreltan hugsunarhátt um hlutverk kynjanna. Brýnt er að eyða kynbundnum launmun í íslensku samfélagi án tafar.

Jafnréttisstarf í umhverfisráðuneytinu hefur verið með formlegum hætti frá árinu 1999 en þá var skipuð jafnréttisnefnd og settur jafnréttisfulltrúi. Sama ár var einnig samþykkt fyrsta jafnréttisstefna ráðuneytisins. Einnig er í gildi sérstök fjölskyldustefna í ráðuneytinu þar sem lögð er áhersla á að starfsmenn ráðuneytisins geti sameinað atvinnuþátttöku og fjölskyldulíf.

Síðastliðið vor var þriðja jafnréttisstefna ráðuneytisins samþykkt og er helsta nýmæli í þeirri stefnu að í henni er gert ráð fyrir að ráðuneytisstjóri geri jafnréttisnefnd árlega grein fyrir því hvort um kynbundin launamun sé að ræða í ráðuneytinu.

Fréttatilkynning nr. 29/2005
Umhverfisráðuneytið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta