Hoppa yfir valmynd
25. október 2005 Forsætisráðuneytið

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna lokið

Fundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem haldinn var í tengslum við þing Norðurlandaráðs lauk í morgun með fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Á fundi forsætisráðherranna var rætt um fjölmörg mál, meðal annars samræmdar aðgerðir Norðurlandanna gegn fuglaflensu, sérstakt átak til hagræðingar í norrænu samstarfi og heilbrigðis- og efnahagsmál svo nokkuð sé nefnt.

Þá flutti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðu á þingi Norðurlandaráðs í dag. Þar ræddi hann meðal annars um nauðsyn þess að efla samkeppnishæfni Norðurlandanna og samræma upplýsingagjöf milli ríkjanna, til að mynda í skattamálum.

Þingi Norðurlandaráðs lýkur fimmtudaginn 27. október.

Reykjavík 25. október 2005

Mynd: Fundi norrænna forsætisráðherra lokið



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta