Hoppa yfir valmynd
25. október 2005 Dómsmálaráðuneytið

Tillögur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála

Með skipunarbréfi dags. 27. maí 2005 skipaði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra þriggja manna framkvæmdanefnd, sem falið var það hlutverk að útfæra nánar tillögur verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, í samræmi við þær umræður sem um málið hafa skapast á vettvangi lögreglumanna og sýslumanna.

Með skipunarbréfi dags. 27. maí 2005 skipaði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra þriggja manna framkvæmdanefnd, sem falið var það hlutverk að útfæra nánar tillögur verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, í samræmi við þær umræður sem um málið hafa skapast á vettvangi lögreglumanna og sýslumanna.

Í skipunarbréfinu var framkvæmdanefndinni nánar tiltekið falið að móta tillögur um fjölda, stærð og stjórn lögregluumdæma. Nefndinni var einnig falið í því samhengi að skoða hugmyndir um sérstaka lögreglustjóra, tollstjóra og handhafa ákæruvalds. Jafnframt að huga að skiptingu fjárveitinga milli embætta í tengslum við þær breytingar sem hún mun leggja til á lögregluumdæmum og skipulagi löggæslu. Þá var nefndinni einnig falið að huga að verkaskiptingu sem af þessum breytingum leiddi og loks var henni falið að vinna yfirlit yfir nauðsynlegar lagabreytingar vegna stækkunar lögregluumdæma.

Í skipunarbréfi dómsmálaráðherra er lögð áhersla á að markmiðið með stækkun lögregluumdæma sé að auka og efla þjónustu lögreglu við íbúa landsins, styrkja eigi lögreglu á öllum sviðum, bæði almenna löggæslu og rannsóknir sakamála. Með því sé m.a. átt við að unnt verði að halda úti sólarhringsvakt lögreglu víðast hvar á landinu og öflugum rannsóknardeildum sem sinni rannsóknum flóknari mála alls staðar á landinu.

Í nefndina voru skipaðir Stefán Eiríksson skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, formaður, Kjartan Þorkelsson sýslumaður á Hvolsvelli og Óskar Bjartmarz þá formaður Landssambands lögreglumanna og nú yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði.

Tillögur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála PDF-skjal



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta