Hoppa yfir valmynd
27. október 2005 Matvælaráðuneytið

Fréttatilkynning - Aðalfundur íslenskra útvegsmanna

Eignaraðild í sjávarútvegi var meðal þess sem Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gerði að umtalsefni á aðalfundi LÍÚ sem haldinn var í dag.

Einar Kristinn benti á að tæplega eitt þúsund aðildar standa fyrir atvinnurekstri í útgerð í landinu, þar af væru tæplega 300 einstaklingsútgerðir og rúmlega 650 félög. Lagsetning um dreifða eignaraðild í sjávarútvegi hefði náð markmiði sínu. Fram kom að tuttugu og eitt félag ráða yfir meiru en 1% heildaraflaheimilda. Mörg þessara fyrirtækja eru með starfsstöðvar víða um land. Ráðherra sagði þetta meðal annars:

“Dreifing veiðiréttarins í sjávarútvegi er miklu meiri heldur en svarar dreifingu eignaraðildar í langflestum stóru atvinnuvegunum okkar. Og það er furðulegt að menn halda áfram að tala um samþjöppun í sjávarútvegi og vá af henni en ljá því ekki máls að setja skorður við eignarhaldi einokunar og fákeppnisfyrirtækja á viðkvæmasta sviði lýðræðis okkar, fjölmiðlamarkaðnum, þar sem þó er eitt skýrasta dæmið um samþjappað eignarhald.

Sjávarútvegur er einmitt eitt gleggsta dæmið í íslensku atvinnulífi um tiltölulega dreift eignarhald. Eða hvað ætli yrði sagt um okkar ágætu atvinnugrein ef einstök fyrirtæki réðu 50 til 60 prósent aflaheimilda, eða skiptu kvótanum í tvennt eða þrennt. Viðlíka aðstæður eru til staðar í ýmsum öðrum atvinnugreinum hér á landi.”

Ráðherra gerði einnig að umtalsefni útflutningsálag á fisk sem lagt er á þegar fiskur er fluttur óvigtaður beint á erlenda markaði. Fram kom að komin er á gagnkvæmur samningur við Færeyinga um að fella álagið niður á milli þjóðanna tveggja.

Þá ræddi sjávarútvegsráðherra um deilistofna og það sem efst er á baugi í alþjóðlegri umræðu um umhverfismál sjávar.

Ræða ráðherra í heild er á heimasíðu ráðuneytisins.

Sjávarútvegsráðuneytið

27. október 2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta