Hoppa yfir valmynd
27. október 2005 Matvælaráðuneytið

Ráðherrafundur vegna BASREC-samstarfsins í Reykjavík.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 25/2005

Fréttatilkynning

Ráðherrafundur vegna BASREC-samstarfsins í Reykjavík.

Hinn 28. október verður haldinn í Reykjavík ráðherrafundur vegna BASREC (Baltic Sea Region Energy Co-operation, Orkusamstarf Eystrasaltsráðsins). Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, og orkumálastjóri Evrópusambandsins, Andris Piebalgs, munu ávarpa fundinn sem fer fram á Hótel Nordica. Búist er við að fulltrúar allra aðildarríkja BASREC-samstarfsins sitji fundinn auk ýmissa gesta. Aðilar að samstarfinu eru Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur, Pólland, Rússland, Svíþjóð, Þýskaland og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fjölmiðlum er boðið að vera viðstaddir milli kl. 9:15 og 10:00 til að mynda fundinn og taka viðtöl.

Meginefni fundarins er að ræða þann árangur sem náðst hefur þann tíma sem hið svæðisbundna samstarf þjóðanna í orkumálum hefur staðið. Þá verður tekin ákvörðun um framhald samstarfsins og lagðar áherslur til næstu þriggja ára. Meðal þeirra verkefna sem unnin hafa verið á vettvangi BASREC er alþjóðasamningur (Testing Ground Agreement) um stofnun sjóðs til að fjármagna aðgerðir á grundvelli Kýótó-bókunar alþjóðaloftslagssamningsins sem var sá fyrsti sinnar tegundar. Innan BASREC-samstarfsins hefur einnig verið lagður grunnur að frekara samstarfi þjóðanna á sviði orkumála.

Reykjavík, 27. október 2005.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum