Málþing um nýliðun og framleiðslugetu þorskstofnsins
Málþing um nýliðun og framleiðslugetu þorskstofnsins
Þorskstofninn er mikilvægasti nytjastofn þjóðarinnar. Skoðanaskipti og umræða um þorskrannsóknir og nýtingu stofnsins eru nauðsynleg og því efnir Hafrannsóknastofnunin, á 40 ára afmælisári sínu, til málþings í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið undir yfirskriftinni: Nýliðun og framleiðslugeta þorskstofnsins.
Á þinginu flytja innlendir og erlendir sérfræðingar í þorskrannsóknum erindi um rannsóknir sínar, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum. Málþingið er liður í þeirri eflingu umræðu um fiskifræðileg málefni, sem Hafrannsóknastofnunin hefur beitt sér fyrir undanfarið – m.a. með reglulegum fundarferðum um landið, greinaskrifum og öflugri upplýsingamiðlun.
Málþingið verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík þann 7. nóvember og stendur frá kl. 13.00 til 17.15. Allir eru velkomnir.