Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2005: Greinargerð 3. nóvember 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2005 (PDF 76K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 14,6 milljarða króna á tímabilinu, sem er 42,1 milljarði betri útkoma heldur en áætlað var. Útkoman er 25 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 59,7 milljarða króna miðað við 2,4 milljarða neikvæða stöðu í fyrra. Fjármunahreyfingar eru jákvæðar um 45,2 milljarða. Þar munar mestu um 66 milljarða sölu Landssímans, en á móti vegur að 32 milljarðar af söluandvirðinu eru ávaxtaðar hjá Seðlabanka Íslands skv. sérstöku samkomulagi.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 305,4 milljörðum króna og hækkuðu um tæpa 104,2 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 51,8%. Þar af skýrir söluhagnaður og fjármagnstekjuskattur Landssíma Íslands hf. um 62,4 milljarða af hækkuninni. Skatttekjur ríkissjóðs námu um 228,4 milljörðum króna og hækkuðu um 22% frá fyrra ári og er það nokkru meira en gert var ráð fyrir í áætlunum. Á sama tímabili hækkaði almennt verðlag um 3,9% þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 17,4%.

Skattar á tekjur og hagnað námu ríflega 74,7 milljörðum króna á tímabilinu sem er 23,9% meiri innheimta miðað við sama tíma í fyrra. Þar af jókst innheimta tekjuskatta einstaklinga um 10,2% en tekjuskattur lögaðila um 9,4%. Innheimta tekna af fjármagnstekjuskatti var ríflega 17,7 milljarðar og jókst um 107,3% frá fyrra ári en um þriðjung hennar má skýra með fjármagntekjuskatti af söluandvirði Landssímans. Innheimta tryggingagjalda á tímabilinu nam rúmlega 23,7 milljörðum króna sem er 16,4% hækkun frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 6,6% á sama tímabili. Innheimta eignarskatta jókst töluvert á milli ára, eða um 39,4% að raungildi en sú aukning endurspeglar að mestu aukna innheimtu stimpilgjalda. Aðrar rekstrartekjur námu 19,5 milljörðum króna og jukust um 5,9 milljarða milli ára sem skýrist einkum af arðgreiðslum frá Landssímanum hf og sektargreiðslum olíufélaganna.

Samanlagt jókst innheimta almennra veltuskatta ríkissjóðs um 20,2% frá fyrra ári eða sem nemur um 15,7% að raungildi. Þar munar mestu um 22,3% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti sem jafngildir 17,7% raunhækkun. Þessi þróun gefur vísbendingu um að lítið lát virðist vera á almennri eftirspurn. Af öðrum óbeinum sköttum má nefna að töluverð aukning varð í innheimtu vörugjalda af ökutækjum, eða um 71,9%. Sú aukning stafar fyrst og fremst af auknum innflutningi bifreiða en nýskráning bifreiða hefur á fyrstu níu mánuðum ársins aukist um 61,5% frá sama tímabili í fyrra.

Greidd gjöld námu 233,6 milljörðum króna og hækka um 20,7 milljarða frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,6 milljarðar af gjaldfærslu fjármagnstekjuskatt af söluhagnaði Símans og 5 milljarðar af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl. Að þessum tveimur liðum frátöldum hækka gjöldin um 10,1 milljarða eða 4,7% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, eða 147 milljarðar sem er ⅔ af heildargjöldunum. Þar kemur fram 8,8 milljarða króna hækkun, eða 6%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heilbrigðismála, 3,4 milljarða og 3,1 milljarð vegna fræðslumála. Greiðslur til almannatrygginga hækka hins vegar minna, eða um 1,7 milljarða frá því í fyrra. Hækkun annarra málaflokka er mun minni og í heild lækka greiðslur til atvinnumála um 1 milljarð, sem skýrist einkum af lægri greiðslum vegna samgöngumála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 47,9 milljörðum og skiptast þannig að 33,9 milljarðar eru vegna afborgana erlendra lána og 13,9 milljarðar vegna spariskírteina. Lántökur námu 11,7 milljörðum króna og eru í formi ríkisvíxla og ríkisbréfa. Lántökur lækka samtals um 30 milljarða króna milli ára. Þá voru 3 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Handbært fé ríkissjóðs hækkaði um 20,6 milljarða frá áramótum fram til septemberloka.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - september 2005

(Í milljónum króna)

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur................................................

158.218

168.001

187.293

201.207

305.378

Greidd gjöld.......................................................

165.121

184.347

195.857

212.932

233.596

Tekjujöfnuður...................................................

-6.903

-16.346

-8.564

-11.725

71.782

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ............

3

-3.252

-12.013

-

-56.755

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda..

-2.662

-1.634

-735

1.320

-446

Handbært fé frá rekstri.................................

-9.562

-21.232

-21.312

-10.405

14.581

Fjármunahreyfingar.......................................

832

8.382

20.202

7.969

45.165

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-8.730

-12.850

-1.110

-2.436

59.746

Afborganir lána..............................................

-22.213

-22.698

-19.498

-30.843

-47.939

Innanlands....................................................

-7.409

-10.597

-7.048

-5.676

-14.056

Erlendis.........................................................

-14.804

-12.101

-12.450

-25.166

-33.883

Greiðslur til LSR og LH.................................

-10.625

-6.750

-5.625

-5.625

-2.950

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-41.568

-42.298

-26.233

-38.904

8.857

Lántökur............................................................

36.669

50.238

31.467

40.679

11.698

Innanlands....................................................

11.843

14.627

30.253

17.430

11.698

Erlendis........................................................

24.826

35.611

1.214

23.249

-

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-4.901

7.940

5.234

1.775

20.555


Tekjur ríkissjóðs janúar – september 2005

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári, %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild.............................

162.306

187.264

228.390

3,9

6,5

15,4

22,0

Skattar á tekjur og hagnað............

50.119

60.327

74.745

3,0

2,2

20,4

23,9

Tekjuskattur einstaklinga...............

39.414

44.306

48.843

9,4

5,0

12,4

10,2

Tekjuskattur lögaðila......................

3.264

7.473

8.179

-39,3

-26,3

128,9

9,4

Skattur á fjármagnstekjur o.fl.........

7.442

8.548

17.724

17,4

5,4

14,9

107,3

Tryggingagjöld................................

18.527

20.405

23.742

8,5

10,1

10,1

16,4

Eignarskattar...................................

6.174

7.509

10.873

-2,2

-15,8

21,6

44,8

Skattar á vöru og þjónustu............

86.996

98.658

118.604

4,1

10,4

13,4

20,2

Virðisaukaskattur...........................

56.313

64.064

78.353

6,3

10,2

13,8

22,3

Aðrir óbeinir skattar...........................

30.683

34.594

40.251

0,2

10,9

12,7

16,4

Þar af:

Vörugjöld af ökutækjum...............

3.353

4.571

7.856

-7,2

53,9

36,3

71,9

Vörugjöld af bensíni.....................

5.812

6.481

6.826

-1,4

3,9

11,5

5,3

Þungaskattur...............................

3.772

4.469

3.907

-3,1

3,2

18,5

-12,6

Áfengisgjald og tóbaksgjald.........

7.432

7.667

8.091

1,0

16,6

3,2

5,5

Annað..........................................

10.313

11.406

13.571

3,8

4,4

10,6

19,0

Aðrir skattar......................................

489

365

426

8,7

5,3

-25,5

16,9

Aðrar tekjur.......................................

24.987

13.942

76.987

35,7

60,8

-44,2

452,2

Tekjur alls.........................................

187.293

201.207

305.378

6,2

11,5

7,4

51,8


Gjöld ríkissjóðs janúar – september 2005

Í milljónum króna

Breyting frá fyrra ári. %

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Almenn mál.....................................

19.917

21.758

22.449

20,7

-0,7

9,2

3,2

Almenn opinber mál.........................

10.871

11.825

12.073

19,6

-4,2

8,8

2,1

Löggæsla og öryggismál..................

9.046

9.932

10.376

22,1

3,9

9,8

4,5

Félagsmál........................................

125.717

138.235

147.007

13,5

11,7

10,0

6,3

Þar af:

Fræðslu- og menningamál...

25.755

29.679

32.600

12,4

8,1

15,2

9,8

Heilbrigðismál.........................

51.417

55.726

59.134

15,9

11,1

8,4

6,1

Almannatryggingamál.............

41.296

44.748

46.420

11,1

15,0

8,4

3,7

Atvinnumál......................................

28.686

32.261

31.272

3,8

5,2

12,5

-3,1

Þar af:

Landbúnaðarmál....................

8.251

8.806

8.693

1,8

0,5

6,7

-1,3

Samgöngumál........................

13.178

15.744

14.798

5,0

7,0

19,5

-6,0

Vaxtagreiðslur.................................

12.442

11.521

16.496

7,3

-24,1

-7,4

43,2

Aðrar greiðslur................................

9.095

9.169

16.371

4,0

13,2

0,8

78,6

Greiðslur alls...................................

195.857

212.943

233.596

11,6

6,2

8,7

9,7


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta