Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2005 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Kristinn F. Árnason, sendiherra, og Sergei Ordzhonikidze, aðalframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf.
Kristinn F. Árnason, sendiherra, og Sergei Ordzhonikidze, aðalframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf

Kristinn F. Árnason, sendiherra, afhenti 1. nóvember sl. Sergei Ordzhonikidze, aðalframkvæmdastjóra Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi við alþjóðastofnanir í Genf. Jafnframt gekk hann á fund Pascal Lamy, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) síðar sama dag og tók til starfa sem fastafulltrúi Íslands þar. Einnig gekk hann á fund William Rossier, aðlframkvæmdastjóra EFTA hinn 3. þessa mánaðar og tók til starfa sem fastafulltrúi Íslands gagnvart EFTA-skrifstofunni í Genf.



Kristinn F. Árnason, sendiherra, og Sergei Ordzhonikidze, aðalframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf.
Kristinn F. Árnason, sendiherra, og Sergei Ordzhonikidze, aðalframkvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta