Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2005 Utanríkisráðuneytið

Ný vefsetur í Vín og New York

Vefsetur sendiráðsins Íslands í Vín
Vefsetur sendiráðsins Íslands í Vín

Í dag var opnað nýtt vefsetur sendiráðsins í Vín og er þetta tíunda vefsetrið sem opnað er í nýju vefumhverfi sendirskrifstofa Íslands. Vefsetrið er á þremur tungumálum - þýsku, íslensku og ensku - og hefur að geyma upplýsingar um sendiráðið og þjónustu auk mikils magns almenns upplýsingaefnis um Ísland.

Sendiráð Íslands í Vín hóf starfsemi sína 7. maí 2001. Sendiráðið þjónar Austurríki og fjórum öðrum löndum sem flest eru í Mið- Evrópu, þ.e. Tékklandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og Bosníu-Hersegóvínu.

Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE/OSCE), Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV), Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) og Skrifstofu Samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO).




Nýverið var einnig opnað nýtt vefsetur fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti aðildarumsókn Íslands hinn 9. nóvember 1946. Íslendingar fengu aðild að Sameinuðu þjóðunum þann 19. nóvember 1946 og undirritaði Thor Thors, fulltrúi ríkisstjórnar Íslands yfirlýsingu um að Ísland samþykkti sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Árið 1947 var Thor Thors, sendiherra, skipaður fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og gegndi hann því starfi til ársins 1965.

Fastanefndin, eftir því sem við á, tekur þátt í umræðum í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum samtakanna í New York, með það að markmiði að hafa áhrif á stefnu, verkefni og stjórnun samtakanna í samræmi við stefnu Íslands í málefnum Sameinuðu þjóðanna. Hlutverk fastanefndar er að vera tengiliður í samskiptum, upplýsa ráðuneytið um framvindu mála með reglulegum hætti og veita utanríkisráðuneytinu ráðgjöf um atkvæðagreiðslur á allsherjarþinginu.

Tilgangur nýs vefseturs fastanefndarinnar er fyrst og fremst sá að veita upplýsingar um störf og viðfangsefni fastanefndarinnar og um stefnu Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Vefsetur fastanefndar Íslands hjá S.þ. í New York

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefsetur fastanefndar Íslands hjá S.þ. í New York



Vefsetur sendiráðsins Íslands í Vín
Vefsetur sendiráðsins Íslands í Vín

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta