Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2005 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Heimilt er skv. reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla ákveðin svið.

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Heimilt er skv. reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla ákveðin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, námsefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 12. desember næstkomandi. Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu og í framhaldsskólum. Eyðublöðin er einnig að finna á vef ráðuneytisins.

Vakin er athygli á að eftir áramótin verður auglýst eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar á grundvelli endurskoðaðra námskráa. Forgang hafa þær námsgreinar þar sem um breyttar áherslur er að ræða vegna nýrrar námsskipunar til stúdentsprófs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta