Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2005 Forsætisráðuneytið

Hvenær gilda stjórnsýslulög?

Málþing Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF)
í samstarfi við forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála
í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, sal N-132,
föstudaginn 11. nóvember 2005, kl. 15.00-1700.

Hvenær gilda stjórnsýslulög?

Hvaða ákvarðanir eru stjórnvaldsákvarðanir?

Álitamál eru uppi í stjórnsýsluréttinum hér á landi og í Danmörku um gildissvið stjórnsýslulaga. Í 2. mgr. 1. gr. er gildissvið laganna bundið við svonefndar stjórnvaldsákvarðanir. Afmörkun á hugtakinu stjórnvaldsákvörðun felur því jafnframt í sér afmörkun á gildissviði stjórnsýslulaga. Dr. Páll Hreinsson prófessor og Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis fjalla á málþinginu um skýringarsjónarmið við afmörkun á gildissviði stjórnsýslulaga, kosti þeirra og galla, svo og þróun í réttarframkvæmd á þessu sviði. Fundarstjóri verður Gunnlaugur Claessen varaforseti Hæstaréttar.

Skráningargjald er 1000 krónur og greiðist á fundarstað. Innifalið er þátttaka á málþinginu auk þess sem þátttakendum verður boðið upp á léttar veitingar að því loknu.

Dagskrá:

Kl. 15.00-15.15

Kynning formanns Íslandsdeildar NAF, Róberts R. Spanó, á starfsemi félagsins og almennri ráðstefnu samtakanna í Kaupmannahöfn, ágúst 2006.

Kl. 15.15-16.30

Framsöguerindi Dr. Páls Hreinssonar prófessors og Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis.

Kl. 16.30-17.00

Umræður og fyrirspurnir.

Kl. 17.00-18.00

Léttar veitingar í boði forsætisráðuneytisins.

- - - - - - - -

Þeir sem taka þátt í málþinginu eiga kost á að gerast félagar í Íslandsdeild NAF með sérstakri skráningu á fundarstað sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Félögum gefst meðal annars kostur á að sækja almenna ráðstefnu Norræna stjórnsýslusambandsins í Kaupmannahöfn 2006, eins og nánar verður rakið í erindi formanns.

Stjórn Íslandsdeildar NAF

 

 

Reykjavík 7. nóvember 2006 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta