Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2005 Heilbrigðisráðuneytið

Daggjöld á öldrunarstofnunum hafa hækkað um fjórðung

Daggjöld samkvæmt RAI-matinu 1,01 hækkuðu um fjórðung á tímabilinu 2002 til 2005. Daggjöldin m.v. þessa hjúkrunarþyngd hafa m.ö.o. hækkað úr 10.979 kr. í 13.671 kr. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitalan um 9,6%, og almenn launavísitalan um 17,9%. Umönnunarþörfin mæld með RAI kerfinu hefur miðað við landsmeðaltal ekki aukist heldur dregist örlítið saman. Umönnunarþörf breytist nokkuð frá ári til árs þannig jókst hún til dæmis á Skjóli á árunum 2002 til 2004 en lækkaði í ár og varð sú sama og árið 2002. Fjárveitingar til reksturs öldrunarheimila hafa farið mjög vaxandi undanfarið. Þær voru rúmir níu milljarðar króna árið 2002, en verða 14,8 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt því fjárlagafrumvarpi sem nú liggur fyrir. Hækkun framlaga er tæp 65% og þá eru ekki með talin þau hjúkrunarrými sem eru inná heilbrigðisstofnunum.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta