Framlengdur umsóknarfrestur um styrki til sumarnámskeiðs í þýsku
Menntamálaráðuneytinu barst í haust tilkynning um að boðnir séu fram handa íslenskum námsmönnum allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2006.
Umsóknarfrestur framlengdur til 1. desember 2005.
Menntamálaráðuneytinu barst í haust tilkynning um að boðnir séu fram handa íslenskum námsmönnum allt að þrír styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 2006. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi, vera yngri en 32 ára og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
Umsóknum þurfa að fylgja staðfest afrit prófskírteina, vottorð um þýskukunnáttu á þar til gerðu eyðublaði og meðmæli kennara.
Nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu og á vef Deutscher Akademischer Austauschdienst (DAAD) www.daad.de
Umsóknareyðublöð og fylgiskjöl með umsókn er einnig hægt að nálgast á heimasíðu DAAD: www.daad.de/form
Umsóknum ber að skila til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík
Menntamálaráðuneytið, 4. nóvember 2005.