Niðurstöður sameiningarkosninga 5. nóvember
Þann 5. nóvember fóru fram atkvæðagreiðslur í fimm sveitarfélögum um sameiningu sveitarfélaga á grundvelli á 2. mgr. IV. bráðabirgðaákvæðis við sveitarstjórnarlög nr. 45/1998.
- Í Reykhólahreppi, um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjarhrepp.
- Í Aðaldælahreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi, um sameiningu þessara sveitarfélaga við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp.
Meirihluti kjósenda í sveitarfélögunum fimm höfnuðu þann 8. október tillögu sameiningarnefndar um sameiningu við nágrannasveitarfélög, en þar sem meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í atkvæðagreiðslunni samþykkti tillöguna bar þeim sveitarfélögum þar sem tillagan var felld að láta greiða atkvæði að nýju um tillöguna. Markmið ákvæðisins er að gefa íbúum tækifæri til að endurmeta afstöðu sína þegar vilji íbúa nágrannasveitarfélaganna liggur fyrir.
Tillögurnar voru felldar að nýju í öllum sveitarfélögunum, utan Kelduneshrepps.
Kosningaþátttaka | Kjörsókn | Já sögðu | Nei sögðu | |
Skútustaðahreppur | 197 | 62,94% | 29,23% | 70,77% |
Aðaldælahreppur | 132 | 69,84% | 20,45% | 79,55% |
Tjörneshreppur | 45 | 84,91% | 38,64% | 61,36% |
Kelduneshreppur | 65 | 80,25% | 53,13% | 46,88% |
Reykhólahreppur | 195 | 61,03% | 31,09% | 68,91% |
Alls samþykkti meirihluti íbúa í 21 sveitarfélagi tillögur sameiningarnefndar, en tillögunum var hafnað af íbúum 40 sveitarfélaga. Sjá nánar um úrslit sameiningarkosninga 8. október 2005.