Umhverfisþing 2005
Á Umhverfisþingi var fjallað um sjálfbæra þróun og var stefna stjórnvalda um sjálfbæra þróun "Velferð til framtíðar" í brennidepli.
Kynntar voru tölulegar vísbendingar um hvernig miðað hefur á tilteknum sviðum á síðustu árum og fjallað um drög að nýjum áherslum fyrir tímabilið 2006-2009.
Opnunarávarp umhverfisráðherra, Sigríðar Önnu Þórðardóttur
Þinggögn
- Dagskrá IV. Umhverfisþings
- Velferð til framtíðar - yfirlit yfir aðgerðir 2002-2005
- Velferð til framtíðar - megináherslur 2006 - 2009 drög 14.11.2005
- Velferð til framtíðar - Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi - Tölulegar vísbendingar 2005 (PDF - 7.9MB)
Öllum er boðið að senda ráðuneytinu umsögn eða athugasemdir við drög að megináherslum í stefnu ríkisstjórnarinnar á sviði sjálfbærrar þróunar á tímabilinu 2006-2009. Ráðuneytið áskilur sér rétt til þess að birta umsagnir, sem sendar eru, að hluta eða öllu leyti á heimasíðu sinni. Veittur er frestur til þess að senda umsagnir til 15. janúar 2006.
Ávörp og framsögur:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar
Þorgeir Baldursson, varaformaður Samtaka atvinnulífsins
Erindi og glærur Jacqueline McGlade, forstjóra Umhverfisstofnunar Evrópu sem var sérstakur gestur þingsins.
Sjálfbær þróun frá sjónarhóli leikmanns – Kristjana Björnsdóttir, oddviti Borgarfjarðarhrepps
Velferð til framtíðar – kynning frá umhverfisráðuneyti
Stefnumörkun um sjálfbæra þróun – Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri
Tölulegar vísbendingar – Óttar Freyr Gíslason, sérfræðingur
Megináherslur 2006-2009 (drög) – Danfríður Skarphéðinsdóttir, sérfræðingur
Málstofur
Sjálfbær þróun í hnattrænu samhengi (A)
Þróunarmarkmið og umhverfismál – Gunnar Pálsson, sendiherra
Vistkerfi sem undirstaða velferðar – Tryggvi Felixson, hagfræðingur
Sjálfbær sjávarútvegur – Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla SÞ
Orkubúskapur heimsins og möguleikar endurnýjanlegrar orku – Valgarður Stefánsson, framkvæmdastjóri Alþjóða jarðhitasambandsins
Niðurstöður - Auður H. Ingólfsdóttir, málstofustýra, alþjóðastjórnmálafræðingur
Náttúra og umhverfi – vá og viðbrögð (B)
Varnir gegn ofanflóðum, árangur til þessa og staða mála nú – Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur, Veðurstofu Íslands
Hættumat vegna náttúruhamfara – Trausti Jónsson, veðurfræðingur, Veðurstofu Íslands
Loftslagsbreytingar, hafstraumar og lífríki hafsins við Ísland - Steingrímur Jónsson, haffræðingur, Háskólanum á Akureyri og Hafrannsóknastofnuninni
Mengun hafsins: þróun og aðgerðir – Helgi Jensson, líffræðingur, Umhverfisstofnun
Niðurstöður: Dr. Guðrún Pétursdóttir, málstofustjóri, Háskóla Íslands
Sjálfbært samfélag (C)
Skólar á grænni grein - Sigrún Helgadóttir, verkefnisstjóri, Landvernd. Útdráttur
Staðardagskrá 21 í fámennu sveitarfélagi - Elfar Árni Lund, sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps
Mælikvarðar Reykjavíkurborgar – Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjavíkur. Útdráttur
Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar – Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri, Landsvirkjun
Vistvernd í verki – Bryndís Þórisdóttir, verkefnisstjóri, Landvernd
Niðurstöður: Sigríður Stefánsdóttir, Málstofustjóri, stýrihópi Staðardagskrár 21
Efnahagslíf í sátt við umhverfið (D)
Ferðaþjónusta í sátt við náttúruna – Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar
Umhverfisvænni samgöngur – Ágúst Valfells, lektor, Háskólanum í Reykjavík. Útdráttur
Iðnaður og umhverfismál – Hildur Atladóttir, heilbrigðismál, Alcan. Útdráttur
Umhverfisvæn tækni - sóknarfæri fyrir Ísland? - Þorvaldur Logi Pétursson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, Marorku hf. Útdráttur
Niðurstöður: Halla Jónsdóttir,málstofustjóri, verkefnisstjóri Iðntæknistofnun Íslands
Kynningar
Nemendur úr Lýslhólsskóla, þau Elísabet Ýr Bjarnadóttir, Brynjar Gauti Guðjónsson og Kristrún Vala Kristinsdóttir, kynntu Stubbalækjarvirkjun og sýndu frábæra mynd um virkjunina.
Umhverfisráðherra og nemendur Lýsuhólsskóla opnuðu umhverfisfræðsluvef fyrir börn og unglinga sem heitir Heimurinn minn Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og kennari kynnti vefinn. Sjá frétt um vefinn
Auk þess voru eftirtaldir aðilar voru með kynningar sem tengjast sjálfbærri þróun í tengslum við Umhverfisþingið.
RANNíS kynnti rannsóknir á sviði sjálfbærrar þróunar
Landvernd kynnti niðurstöður loftslagsverkefnis
Vistvernd í verki var með farandsýningu um sjálfbæran lífsstíl
Vistvænar samgöngur voru kynntar af þessum aðilum:
- Sorpa og Strætó bs
- Indverskir rafbílar
- P. Samúelsson með Lexus og Toyota Prius
- Reykjavíkurborg
- Lýðheilsustöð
- ÍSÍ og Landssamtök hjólreiðamanna
----
Velferð til framtíðar - Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi 2002 - 2020
Auglýsing um IV. Umhverfisþing
Þingið var haldið á Nordica Hotel í Reykjavík föstudaginn 18. nóvember frá kl. 8:30 til 17:30 og laugardaginn 19. nóvember frá kl 9:00 til 12:45.
Þingforsetar voru Elín R. Líndal, oddviti Húnaþings vestra og Stefanía Katrín Karlsdóttir, viðskiptafræðingur MBA