Afhending trúnaðarbréfs
Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti 14. þ.m. Tassos Papadopoulos, forseta Kýpur, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands á Kýpur með aðsetur í Osló. Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með forsetanum og auk þess með George Iacovou, utanríkisráðherra og háttsettum embættismönnnum.
Á fundinum með utanríkisráðherranum var m.a. fjallað um möguleika á auknum samskiptum á sviði tvíhliða viðskipt og alþjóðamála, en bæði ríkin eru smá eyríki sem eigi marga sameinginlega hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þá gerði utanríkisráðherrann ítarlega grein fyrir sjónariðum Kýpur varðandi lausn Kýpur-deilunnar í framhaldi af því að íbúar suðurhlutans höfnuðu samkomulagi skv. svonefndri Annan-áætlun á síðasta ári.
Á fundi sendiherra með skrifstofustjóra Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneytisins var rætt um tvíhliðasamskipti, einkum varðandi viðskipti landanna, sem hafa dregist saman á undanförnum árum. Aðilar voru sammála um að aðild Kýpur að Evrópusambandinu, og þar með Evrópska efnahagssvæðinu, skapaði möguleika á eflingu viðskipta á öllum sviðum. Í því sambandi var sérstaklega rætt um ferðamál, fiskútflutning til Kýpur og hugsanlega samvinnu á sviði fjármálaþjónustu.