Innflytjendaráð skipað
Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur skipað Innflytjendaráð, sem hefur það meginverkefni að fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi.
Formaður Innflytjendaráðs er Árni Gunnarsson, sem skipaður er samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðherra. Aðrir í Innflytjendaráði eru: Kristín Jónsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti; Vilborg Ingólfsdóttir, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti; Þorsteinn Davíðsson, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráðuneyti; Hildur Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Tatjana Latinovic, fulltrúi innfytjenda, skipuð án tilnefningar. Skipunartími er fjögur ár.