Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Innflytjendaráð skipað

Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur skipað Innflytjendaráð, sem hefur það meginverkefni að fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi.

Formaður Innflytjendaráðs er Árni Gunnarsson, sem skipaður er samkvæmt tilnefningu félagsmálaráðherra. Aðrir í Innflytjendaráði eru: Kristín Jónsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti; Vilborg Ingólfsdóttir, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti; Þorsteinn Davíðsson, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráðuneyti; Hildur Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og Tatjana Latinovic, fulltrúi innfytjenda, skipuð án tilnefningar. Skipunartími er fjögur ár.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta