Íslensku fyrirtæki veitt verðlaun á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Túnis
Íslensku fyrirtæki, 3-plus, verða veitt verðlaun í nýmiðlunarsamkeppni Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í tengslum við leiðtogafund um upplýsingasamfélagið sem nú stendur yfir í Túnis. Efnt var til samkeppni um allan heim um bestu nýtingu upplýsingatækni í átta mismunandi flokkum. Sjá nánar meðfylgjandi fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneyti.