Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2005 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Jafnréttisráðherrafundur í Birmingham 8.–9. nóvember 2005

Jafnréttisráðherrar Evrópuríkjanna komu til fundar í Birmingham 8. og 9. nóvember sl. en Englendingar fara nú með formennsku í Evrópusamstarfinu. Árna Magnússyni félagsmálaráðherra var boðið að sækja fundinn og taka þátt í umræðum í vinnuhópum á fundinum. Fyrir fundinn var haldin ráðstefna undir heitinu „What works for women“. Á ráðstefnunni og ráðherrafundinum voru þrjú þemu í brennidepli.

Breaking the barriers

Fjallað var um kynbundinn vinnumarkað, þátttöku kvenna í atvinnurekstri og í stjórnum fyrirtækja.

Getting in – Getting on

Fjallað var um menntun kvenna, launamun kynjanna og þátttöku kvenna í stjórnun fyrirtækja og stofnana.

Making work work

Fjallað var um samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs sem og fæðingarorlof, barnagæslu og breytilegan vinnutíma.

Félagsmálaráðherra tók þátt í síðastnefnda umræðuhópnum. Mikil þátttaka karla í fæðingarorlofi, hátt hlutfall kvenna á vinnumarkaði og há fæðingartíðni á Íslandi vakti verulega athygli. Í ljós kom að mjög skortir á að karlmenn í Evrópu vilji nýta rétt sinn til að taka fæðingarorlof og var til dæmis greint frá því að í Slóveníu stæði yfir sérstakt átak til að fá karla til að fara í fæðingarorlof. Birtar eru auglýsingar í blöðum og sjónvarpi til að hvetja karla til dáða í þessum efnum. Í Evrópu er lág fæðingartíðni verulegt áhyggjuefni. Í Portúgal eru fæðingar komnar niður í 1,4 en á Íslandi er hlutfallið 2. Fæðingarorlofið á Íslandi og útfærsla þess var mjög í brennidepli í umræðunni. Félagsmálaráðherra taldi að þátttaka feðra í umönnun barna strax á fyrsta ári gæti haft áhrif á vilja kvenna til að eignast fleiri börn.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta