Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2005 Innviðaráðuneytið

Samgönguráðherra í opinberri heimsókn í Kína

Sturla Böðvarsson og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans halda í dag í opinbera heimsókn til í Kína ásamt fylgdarliði.

Tilefni heimsóknarinnar er boð kínverskra ferðamálayfirvalda. Í ferðinni mun ráðherra hitta Hr. Shao Qiwei, stjórnarformann kínverska ferðamálaráðsins og munu þeir meðal annars ræða sérfræðingaskipti á milli landanna á sviði ferðamála. Þá mun ráðherra heimsækja stærstu ferðakaupstefnu í Asíu, sem haldin er í Kunming. 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum