Stofnun stjórnmálasambands
Fastafulltrúar Íslands og Haítí hjá Sameinuðu þjóðununum, sendiherrarnir Hjálmar W. Hannesson og Léo Mérorés, undirrituðu í New York föstudaginn 18. nóvember yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands ríkjanna.
Haítí er eyríki á vestari helmingi eyjunnar Hispaníólu með landamæri að Dóminíska lýðveldinu. Haítí er fyrrum nýlenda Frakklands og öðlaðist sjálfstæði árið 1804. Landið byggja rúmlega átta milljónir íbúa.