Fyrirlestur um færni til framtíðar
Dr. Howard Williamson flytur fyrirlestur um óformlega menntun og þátttöku ungs fólks í samfélaginu í Háskólanum í Reykjavík, stofu 101, mánudaginn 28. nóvember nk. kl. 13:15
Dr. Howard Williamson flytur fyrirlestur um óformlega menntun og þátttöku ungs fólks í samfélaginu í Háskólanum í Reykjavík, stofu 101, mánudaginn 28. nóvember nk. kl. 13:15.
Fyrirlesturinn er í boði menntamálaráðuneytisins og Háskólans í Reykjavík.
Dr. Howard Williamson er prófessor í European Youth Policy í School of Humanities, Law and Social Sciences við háskólann í Glamorgan Wales. Áður hefur hann starfað við háskólana í Oxford, Cardiff og í Kaupmannahöfn og hefur unnið ötullega að málefnum ungmenna í Evrópu í yfir 20 ár. Hann hefur unnið að stefnumótun í málefnum ungs fólks bæði í Bretlandi og fyrir ýmis lönd. Þá hefur hann komið að stefnumótun Evrópusambandsins og Evrópuráðsins í málefnum ungs fólks. Síðasta bók hans er The Milltown Boys Revisited (2004). Árið 2002 var hann sæmdur heiðursorðunni CBE (Commander of the British Empire) fyrir störf sín að málefnum ungs fólks.
Fyrirlesturinn er sérstaklega áhugaverður fyrir þá er vinna með og starfa að stefnumótun í málefnum ungs fólks, hjá frjálsum félagasamtökum, opinberum aðilum og aðra er bera hag ungmenna fyrir brjósti.
Þátttaka er öllum opin, aðgangur er ókeypis.
Vinsamlegast staðfestið þátttöku með tölvupósti til [email protected].