Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2005 Matvælaráðuneytið

Ráðstefna um orkunotkun heimila og iðnaðar.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti

Nr. 27/2005

 

 

 

 

Á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember, mun Orkusetur í samvinnu við iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun standa fyrir ráðstefnu um orkunotkun heimila og iðnaðar. Ráðstefnan er haldin á Hótel KEA, Akureyri og stendur frá kl. 9:15 til kl. 14:30.

Að ráðstefnu lokinni býður iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, til móttöku í húsakynnum Orkustofnunar, að Borgum við Norðurslóð. Þar verður starfsemi Orkustofnunar á Akureyri kynnt en að undanförnu hefur verið unnið að því að efla starfsemina þar og fjölga starfsmönnum. Er það meðal annars til komið vegna verkefna tengdum nýju Orkusetri og Vettvangi um vistvænt eldsneyti. Þá hafa á undanförnum árum verið flutt verkefni frá Orkustofnun í Reykjavík til útibús hennar á Akureyri og má þar nefna starfsemi á vegum Orkusjóðs, jarðhitaleitarátak og umsjón með verkefnum samkvæmt lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar. Við þetta tækfæri munu Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, Þorkell Helgason, orkumálastjóri, og Benedikt Sigurðarson, formaður stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga, undirrita viljayfirlýsingu um samstarf KEA og Orkustofnunar um fjármögnun Orkuseturs og aukin verkefni á Akureyri.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningareyðublöð er að finna á heimasíðu Orkustofnunar.

 

Reykjavík, 23. nóvember 2005.

 

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta